Olga og Aron stofnuðu Flæði í sameiningu en bæði deila þau þeirri tilfinningu og sýn að mikill máttur búi í vatninu okkar og það sé auðlind sem við getum virkjað á fleiri sviðum en til raforku.
Olga Hörn er heilsnuddari úr Nuddskóla Íslands. Hún hefur starfað sjálfstætt sem slík og lært ýmis fræði er viðkoma nuddi, þ.m.t Thai nudd, svæðanudd og steinanudd. Hún starfar um þessar mundir í Bláa lóninu þar sem lögð er sérstök áherslu á nudd- og meðferðavinnu í vatni.
Hún hefur einnig lært Flotmeðferð hjá Flothettu, ásamt Jahara vatnsmeðferð, aquatic massage og watsu 1.
Olga hefur brennandi áhuga á heildrænni iðkun og öllu sem nærir líkama og sál. Hún er stofnandi Flæði vatnsmeðferða. Hún elskar að skapa gott nærandi andrúmsloft sem skilur eitthvað eftir sig.
Ólafur Aron er heilsunuddari úr Nuddskóla Íslands síðan 2010. Hann byrjaði fljótlega hjá Bláa lóninu og starfaði þar við nudd og meðferðir í vatni í rúmlega 10 ár. Hann hefur einnig lært Flotþerapíu og watsu 1.
Ólafur hefur lagt áherslu á ýmis konar heildræna- og sjálfseflandi iðkun allan sinn starfsferil. Hann sérhæfir sig í að skapa tengsl milli huga og líkama. Ólafur er einnig markþjálfi og hefur sinnt hópefli og teymisvinnu. Hann er meðstofnandi Flæðis og hefur starfað við flotmeðferðir síðan 2021.