Velkomin í

logo

Við erum Flæði og markmið okkar er að auka vellíðan og heilsu með hjálp heilunarmáttar vatns. Ekki hika við að hafa samband við okkur hér fyrir neðan ef þú hefur einhverjar spurningar.
 

Vatnið

Vatnið og meðferðin

Vatn er náttúruleg auðlind sem virðist gera stóran hluta vinnunnar fyrir okkur í átt að vellíðan og heilbrigði. Til eru athuganir þess efnis að nærvera við vatn ein og sér hefur mjög jákvæð og róandi áhrif á taugakerfið.

Þá má einnig renna stoðum undir það að líkamleg meðhöndlun og afvinding líkamans gangi greiðlegar í vatni. Bæði vegna þess að hugurinn hvílist betur, en einnig vegna þess að vatn dregur úr áhrifum þyngdaraflsins á alla liði og vefi. Líkaminn okkar er 70% vatn og frumur líkamans virðast bregðast vel við meðhöndlun og veru í vatni. Heilt yfir er það ekki fyllilega rannsakað, en við vitum að líkaminn sjálfur verður til í vatni af náttúrunnar hendi.

Okkar meðferð

Í meðferðinni vinnum við með ákjósanlega flotstöðu mismunandi líkamsgerða með tilheyrandi stuðningsbúnaði. Við leggjum upp með mjúkar hreyfingar til að opna líkamann og skapa samhljóm við vatnið; nuddstrokur til að styrkja líkamlega tengingu, örva blóðflæði og losa um tauga- og vöðvaspennu. Við notumst einnig við þar til gerðar augnhvílur til að draga úr áhrifum skynfæra okkar og örva innri skynjun í staðinn. Allt er þetta til þess fallið að skapa rými fyrir nærandi upplifun.

Ávinningur

Við meðferðina losnar um ýmis konar spennu sem hefur e.t.v safnast upp í gegnum tíðina við daglegt strit. En markmið meðferðarinnar er einfaldlega að ýta undir náttúrulega vellíðan og gera kerfinu okkar kleift að vinna betur af sjálfsdáðum. Flot getur því aukið lífsgæði okkar og almennt heilbrigði. Það virkar einnig vel með öðrum úrvinnsluferlum og meðferðum. Það er gott fyrir almenna endurheimt huga og líkama og er skilvirk aðferð til að draga úr streitu.

Flot- eða vatnsmeðferð er því einföld heildræn lausn og heilnæm leið sem skapar kjörið rými til að hvíla áreynslulaust í okkur sjálfum, það örvar slökun og veitir mörgum þarfa gæðastund með sjálfum sér.

Ummæli

alt="Karenhenny"

Flot er eitt af því sem hjálpar mér hvað mest að slaka algjörlega á hverri einustu taugafrumu 💙 Yndislegt að njóta í vatninu og svo er “flotvíman” svo góð lengi á eftir 💙 Ég tala nú ekki um fá góðu orkuna frá Olgu og Aroni - lang best 💙

Karen Henny

alt="HildurGylfadóttir"

Kyrrð, öryggi, vellíðan, endurnærandi og dásamleg upplifun er tilfinning sem umvefur mann í flotmeðferð hjá Olgu & Aroni. Mér fannst ég fljóta í þyngdarleysi, líkaminn algjörlega laus við spennu og þegar þau nudda og hreyfa líkamann með mjúkum hreyfingum í vatninu fer maður enn dýpra inn í djúpslökun. Himnesk flotmeðferð. ❤️

Hildur Gylfadóttir

alt="BjarturGuðmundsson"

Frábær upplifun sem beygir skynjun á tíma og rúmi! Ég fór til Ólafs Aron Sveinssonar og get ekki annað en mælt með þessari upplifun. Þvílík slökun og heilandi innra ferðalag undir frábærri handleiðslu. Svo var þetta líka rosalega gaman. 😊

Bjartur Guðmundsson

alt="TobiasKlose"

I went floating with Olga and Aron the other day and it was absolutely wonderful. The process is easy, they have all the gear and explain everything nicely and calmly. The floating experience itself surprised me as I went really deep into a totally relaxed meditative state. Floating absolutely weightlessly and effortlessly, surrounded by the warm water, carrying me. Soft music underneath the water surface and then the gentle movements and massage from the facilitators was an amazing experience. I invited my wife for a trip into the unknown with me and she loved it so much that we went a second time just three weeks later.

Tobias Klose

alt="EllaHrönn"

Frábært að upplifa og njóta þess að vera í kyrrðar og slökunarfloti hjá Olgu Hörn og Ólafi Aroni. Upplifa kyrrð, þyngdarleysi og finna hvernig losnar um spennu í líkamanum þegar maður fær líka léttar nuddstrokur og teygjur með. Mæli eindregið með og mun fara aftur. ⭐

Ella Hrönn