Velkomin í

logo

Við erum Flæði og markmið okkar er að auka vellíðan og heilsu með hjálp heilunarmáttar vatns. Ekki hika við að hafa samband við okkur hér fyrir neðan ef þú hefur einhverjar spurningar.
 

Um okkur

Flæði

Olga og Aron stofnuðu Flæði í sameiningu en bæði deila þau þeirri tilfinningu og sýn að mikill máttur búi í vatninu okkar og það sé auðlind sem við getum virkjað á fleiri sviðum en til raforku.

alt="OlgaHörn"

Olga Hörn Fenger

Nuddari og flotþerapisti

Olga Hörn er heilsnuddari úr Nuddskóla Íslands. Hún hefur starfað sjálfstætt sem slík og lært ýmis fræði er viðkoma nuddi, þ.m.t Thai nudd, svæðanudd og steinanudd. Hún starfar um þessar mundir í Bláa lóninu þar sem lögð er sérstök áherslu á nudd- og meðferðavinnu í vatni.

Hún hefur einnig lært Flotmeðferð hjá Flothettu, ásamt Jahara vatnsmeðferð, aquatic massage og watsu 1.

Olga hefur brennandi áhuga á heildrænni iðkun og öllu sem nærir líkama og sál. Hún er stofnandi Flæði vatnsmeðferða. Hún elskar að skapa gott nærandi andrúmsloft sem skilur eitthvað eftir sig.

alt="Aron"

Ólafur Aron Sveinsson

Nuddari og flotþerapisti

Ólafur Aron er heilsunuddari úr Nuddskóla Íslands síðan 2010. Hann byrjaði fljótlega hjá Bláa lóninu og starfaði þar við nudd og meðferðir í vatni í rúmlega 10 ár. Hann hefur einnig lært Flotþerapíu og watsu 1.  

Ólafur hefur lagt áherslu á ýmis konar heildræna- og sjálfseflandi iðkun allan sinn starfsferil. Hann sérhæfir sig í að skapa tengsl milli huga og líkama. Ólafur er einnig markþjálfi og hefur sinnt hópefli og teymisvinnu. Hann er meðstofnandi Flæðis og hefur starfað við flotmeðferðir síðan 2021.

Ummæli

alt="Karenhenny"

Flot er eitt af því sem hjálpar mér hvað mest að slaka algjörlega á hverri einustu taugafrumu 💙 Yndislegt að njóta í vatninu og svo er “flotvíman” svo góð lengi á eftir 💙 Ég tala nú ekki um fá góðu orkuna frá Olgu og Aroni - lang best 💙

Karen Henny

alt="HildurGylfadóttir"

Kyrrð, öryggi, vellíðan, endurnærandi og dásamleg upplifun er tilfinning sem umvefur mann í flotmeðferð hjá Olgu & Aroni. Mér fannst ég fljóta í þyngdarleysi, líkaminn algjörlega laus við spennu og þegar þau nudda og hreyfa líkamann með mjúkum hreyfingum í vatninu fer maður enn dýpra inn í djúpslökun. Himnesk flotmeðferð. ❤️

Hildur Gylfadóttir

alt="BjarturGuðmundsson"

Frábær upplifun sem beygir skynjun á tíma og rúmi! Ég fór til Ólafs Aron Sveinssonar og get ekki annað en mælt með þessari upplifun. Þvílík slökun og heilandi innra ferðalag undir frábærri handleiðslu. Svo var þetta líka rosalega gaman. 😊

Bjartur Guðmundsson

alt="TobiasKlose"

I went floating with Olga and Aron the other day and it was absolutely wonderful. The process is easy, they have all the gear and explain everything nicely and calmly. The floating experience itself surprised me as I went really deep into a totally relaxed meditative state. Floating absolutely weightlessly and effortlessly, surrounded by the warm water, carrying me. Soft music underneath the water surface and then the gentle movements and massage from the facilitators was an amazing experience. I invited my wife for a trip into the unknown with me and she loved it so much that we went a second time just three weeks later.

Tobias Klose

alt="EllaHrönn"

Frábært að upplifa og njóta þess að vera í kyrrðar og slökunarfloti hjá Olgu Hörn og Ólafi Aroni. Upplifa kyrrð, þyngdarleysi og finna hvernig losnar um spennu í líkamanum þegar maður fær líka léttar nuddstrokur og teygjur með. Mæli eindregið með og mun fara aftur. ⭐

Ella Hrönn