Velkomin í

logo

Við erum Flæði og markmið okkar er að auka vellíðan og heilsu með hjálp heilunarmáttar vatns. Ekki hika við að hafa samband við okkur hér fyrir neðan ef þú hefur einhverjar spurningar.

Að kjarna sig – viðvera í vatni

Fátt er jafn mikilvægt og gagnlegt í hröðum og krefjandi heimi og að kjarna sig. Það eru til margar fjölbreyttar leiðir til iðka reglulega það sem kalla mætti kjörnun. Aðalatriðið er þó að finna leið sem er ákjósanleg fyrir okkur sjálf.

Sjálfseflandi iðkun að kjarna sig

Að kjarna sig eflir og styrkir okkur og kostir þess að iðka reglulega kjörnun seint upptaldir. Við erum sjálf okkar helsta auðlind sem við höfum til umráða, kjörnun er leið til að nýta hana sem best. Líklega erum við sjálf stærsti lykillinn að okkar þörfum og þar að lútandi lausnum og leiðum. Þess vegna mætti líta svo á að allt sem styður og greiðir aðganginn að okkur sjálfum sé auðlind. Allt sem greiðir aðgang að því sem skiptir líf okkar máli er verðmætt verkfæri sem og tækifæri til bættra lífsgæða.

Það mætti ætla að heimilislíf, vinnustaðir og allt okkar umhverfi njóti góðs af þeirri vinnu og tíma sem við leggjum í okkur sjálf. Þeirri kjarngóðu iðkun að efla sig í því að vera maður sjálfur. Beina athyglinni að því sem skiptir líf okkar máli og lifa út frá því sem við sjálf veljum og viljum, eins og mögulegt er. Það er auðvitað stöðugt ferli og lífsstíll sem fleiri og fleiri sjá hag sinn í að tileinka sér. 

Allskyns aðferðir til kjörnunar hafa verið iðkaðar af mannkyninu í gegnum aldirnar í ólíkum menningarheimum. Við þurfum þó ekki að skilja þessar aðferðir til hlítar til að ná fram  jákvæðum áhrifum á líðan okkar. Margt sem mörgum þótti óskiljanlegt og langsótt fyrir ekki löngu síðan, er þó vel hægt að útskýra út frá nútíma vísindum og þekkingu. 

Í dag eru vinsælustu leiðirnar til að kjarna sig: hugleiðsla, núvitundar- og öndunaræfingar, nudd, kæling, líkamsrækt, fjallgöngur, jóga, persónuleg skrif, útivera, góður tími í markþjálfun og þannig mætti áfram telja.

Það sem allar þessar aðferðir eiga sameiginlegt, er að þær styðja okkur í eigin lífsorku, sjálfsmati og sjálfsvirðingu. Þær eru því það sem kalla má sjálfseflandi í eðli sínu. Auðlind sem styður auðlind.

Kraftur vatnsins

Hér á landi er einstaklega mikið og gott aðgengi að vatni sem hægt er að nýta til betri lífsgæða . Það telst til ákveðinna forréttinda. Einn af eiginleikum vatnsins er að þar myndast kjörskilyrði af náttúrunnar hendi til að kjarna sig. Eins og fjallað er um í bókinni Hinn blái hugur ,, … jafnvel það að fara út í göngutúr nálægt vatni eftir krefjandi vinnudag getur reynst mörgum kjarnandi iðkun. Viðvera í vatninu sjálfu er enn áhrifaríkari þegar róa á taugakerfið og hugann. Það auðveldar okkur vinnuna að vera til staðar og stilla okkar af.

Vatnsmeðferðir eru ekki eins algengt fyrirbæri eins og ætla mætti á heimsvísu, kannski vegna þess að heitt vatn er sjaldgæf auðlind og í raun forréttindi.  Þær vatnsmeðferðir sem við notumst við hér á landi er nálgun þar sem virkjað er til hlítar samband vatns við líkama og huga.

Íslenska flotmeðferðin er sprottin út frá þeirri ofgnótt vatns sem við eigum hér á landi. Flotmeðferð er aðferð sem nýtir til fulls eiginleika vatnsins og dregur saman margar aðferðir til kjörnunar samtímis og er útkoman eftir því – sér í lagi ef ásetningurinn og iðkunin er að leiðarljósi.

Höfundur er flotþerapisti, heilsunuddari og markþjálfi