Velkomin í

logo

Við erum Flæði og markmið okkar er að auka vellíðan og heilsu með hjálp heilunarmáttar vatns. Ekki hika við að hafa samband við okkur hér fyrir neðan ef þú hefur einhverjar spurningar.

Örvun slökunar – hvað gerist í flotmeðferð?

Heilt yfir vitum við ekki ,á vísindalegum grunni, um alla þætti sem virkjast og eru til staðar í góðri flotmeðferð. Hins vegar vitum við að áhrifin eru jákvæð og áþreifanleg upplifun þegar samstilling líkama og hugar í bland við snertingar og vatn koma saman. Ferlið sem slíkt virðist vera í eðli sínu bæði heildrænt og einstaklingsbundið – en þar eru nokkrir sameiginlegir fletir sem má draga fram í því samhengi.

Líkami og hugur

Í fyrsta lagi ef hugurinn finnur ekki ró eru litlar líkur á að líkaminn geri það en því má einnig snúa á hinn veginn. Þess vegna snýr heildarupplifun flots að bæði huga og líkama. Flotmeðferð virðist vera eitt af því fáa sem á skilvirkan og áreynslulausan hátt örvar þægilegt og nærandi slökunarástand. Það virkar sem einskonar flýtileið í áhrifaríka slökun.

Mörg okkar virðast verja mestum hluta vöku okkar í hinu svokallaða sympatíska taugakerfi. Það er eðlilegt í daglegu striti, hins vegar lendum við oft á tíðum í hringrás of mikillar jafnvel óæskilegrar ytri örvunar. Það veldur oft streitu og brennir upp orkuforða líkamans á kostnað heilbrigðis og minnkar einnig færni okkar til að taka upplýstar ákvarðanir. Til að vega upp á móti ofauki þess ástands þurfum við að gæta hvíldar og jafnvel æfa okkur markvisst í því að vera í ró og næði með okkur sjálfum. Það er mikilvægt fyrir taugakerfi okkar að komast meðvitað í  ,,parasympatískt ástand ” sem er rými hvíldar og meltingar. Það á ekki aðeins við um meltingu á mat, heldur einnig úrvinnslu áreitis. 

Þar sem endurstilling og endurheimt kerfisins fer af stað á náttúrulegan hátt. Við förum auðvitað í það ástand í svefni en sjaldnar í vöku. Í flotimeðferð er okkur hins vegar unnt að hvíla vakandi í slíku ástandi. Þannig nýtur ekki bara líkaminn góðs af, heldur líka hugurinn og heilinn. Annað sem er vert að nefna er að flot tekur tiltölulega stuttan tíma og flýtir ferli sem annars kann að reynast bæði tímafrekt og krefjandi án þjálfunar og stuðnings.  

Heilabylgjur og flotmeðferð

Ef við horfum á þetta ferli út frá sjónarmiði heilabylgja þá er hið daglega ástand sem við lifum í, að einhverju leyti, á sviði svokallaðra beta bylgja. En þegar streita og áreiti eykst þá fara beta bylgjurnar á yfirsnúning og við það kviknar á varnarkerfinu okkar. Þá ríkir árásar- og/eða flóttaviðbragð, það er ástand sem mælist með háar beta bylgjur. Svo virðist sem þetta sé mörgum kunnuglegt ástand í daglegu lífi og er það mjög orkufrekt. Þetta er líka ástand þar sem hugsun okkar þrengist og geta til að sýna skilning og samkennd til handa okkur sjálfum minnkar til muna. 

Hugsun okkar og tillitsemi til mikilvægra þátta verður því síður skýr. Það getur orðið vítahringur sem getur reynst dýrmætt að finna mótvægi við. Að færa sig úr ástandi sem lýtur að því að ,,að lifa af“  yfir í ástand næringar, þess að ,,að lifa vel“ og líða vel þó ekki væri nema fyrir endurheimt skýrrar hugsunar og tengingar. Þannig aukum við færni okkar til að bregðast á ákjósanlegan hátt við atburðum og aðstæðum.

Flotmeðferð virðist vera greiðasta leiðin til að stilla okkur á tíðni heilabylgja sem kallast alpha og theta bylgjur. Í alpha bylgjum er færni okkar til að bregðast vel við aðstæðum, einbeita okkur og taka mikilvægar ákvarðanir í auknum muna. Það er ástand sem má líkja við milt hugleiðsluástand. Í theta bylgjum getum við tengst meðvitað því sem fram fer í undirvitund okkar og skapað úrvinnslu rými og brautargengi. Það að stíga úr streitu og að opna ástand yfirsýnar og úrvinnslu fyrir huga og líkama er m.a það sem við leitumst við að draga fram í meðferðarflotinu. Þannig vinnum við með marga þætti sem skapa slíkan samhljóm og losnar þá náttúrulega um boðefni sem stuðla að vellíðan og létti.